Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Í þorpinu í Reykjahlíð og víðar í sveitinni, er að finna upplýsingamiðstöð, matvörubúð, apótek, læknamóttöku, bensínstöð, pósthús, sparisjóð, bílaverkstæði, verslun með handverk af svæðinu, barnaleikvöll og ærslabelg.
Möguleiki er að nýta aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Hægt er að nálgast upplýsingar um verð og það sem er í boði hverju sinni hjá starfsfólki.
Jarðböðin eru í næsta nágrenni, frábær staður til að hvíla sig frá amstri dagsins og slaka á.
Fuglasafn Sigurgeirs er einstakt einkasafn 280 fugla og eggja. Einnig er sögu silungsveiði og eggjatöku í Mývatni gerð skil í safninu.
Reykjahlíð er tengd leiðarkerfi strætisvagna. Stoppistöðin er í miðju þorpinu. Hægt er að finna komu- og brottfarartíma og staði á netinu.
Á svæðinu umhverfis Mývatn eru góðir göngu- og hjólastígar með mismunandi undirlagi. Við gefum gestum okkar gjarnan nánari upplýsingar.
Á svæðinu umhverfis Mývatn eru góðir göngu- og hjólastígar með mismunandi undirlagi. Við gefum gestum okkar gjarnan nánari upplýsingar.
Margir áfangastaðir og náttúrufyrirbæri eru í innan við 15 mínútna akstursfjarlægð. Staðir eins og Krafla og eldstöðvarnar þar – Víti og Leirhnjúkur, hverasvæðið við Hverarönd, Hverfell, Grjótagjá og Stóragjá, Dimmuborgir, Skútustaðagígar, fjallið Vindbelgur, Höfði, Kálfaströnd og margir fleiri.
Í nágrenninu eru líka fjölmargir staðir sem auðvelt er að komast til í styttri eða lengri dagsferðir. Af þessum stöðum má nefna Dettifoss, Hafragilsfoss, Ásbyrgi, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Húsavík og Akureyri.
Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu bjóða upp á ferðir í íshellinn Lofthelli eða í Herðubreiðarlindir og Öskju. Einnig er boðið upp á snjósleðaferðir, sleðahundaferðir, reið- og hjólatúra.
Yfir vetrartímann er lítil skíðalyfta opin í Kröflu. Hún er rekin af íþrottafélaginn og hentar sérstaklega vel fyrir börn.
Yfir vetrartímann er lítil skíðalyfta opin í Kröflu. Hún er rekin af íþrottafélaginn og hentar sérstaklega vel fyrir börn.