Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Ég fæddist og ólst upp á bökkum Mývatns. Lífið á bóndabænum þegar ég var á barnsaldri var allt í senn fábreytt, lærdómsríkt og fullt af ævintýrum.
Foreldrar mínir, skyldfólk og forfeður miðluðu til mín kunnáttu sinni um náttúruna á svæðinu, lífinu við vatnið og öllum hefðunum. Fyrir það er ég mjög þakklátur.
Menntun mín sem garðyrkumaður og áralöng reynsla sem leiðsögumaður sköpuðu viðbótargrunn að því hvernig ég bý og starfa nú.
Áhugi minn á fólki, ólíkri menningu og hefðum styrktu svo þá ákvörðun, að deila allri þessari reynslu til gesta minna. Lærum hvert af öðru og búum í sátt og samlyndi.
Ég fæddist og ólst upp á bökkum Mývatns. Lífið á bóndabænum þegar ég var á barnsaldri var allt í senn fábreytt, lærdómsríkt og fullt af ævintýrum.
Foreldrar mínir, skyldfólk og forfeður miðluðu til mín kunnáttu sinni um náttúruna á svæðinu, lífinu við vatnið og öllum hefðunum. Fyrir það er ég mjög þakklátur.
Menntun mín sem garðyrkumaður og áralöng reynsla sem leiðsögumaður sköpuðu viðbótargrunn að því hvernig ég bý og starfa nú.
Áhugi minn á fólki, ólíkri menningu og hefðum styrktu svo þá ákvörðun, að deila allri þessari reynslu til gesta minna. Lærum hvert af öðru og búum í sátt og samlyndi.
Ég fæddist og ólst upp í Austurríki. Fjöllin í Tíról og skógarnir voru frá blautu barnsbeini leikvöllur minn og þar upplifði ég mikil ævintýri.
Fullorðin kleif ég fjöll, sá víðáttuna, fann frelsið og upplifði lífið. Ég fékk líka sífellt meiri áhuga á að nýta plöntur og kryddjurtir sem uxu í nágrenninu. Ég lærði svo sjálf að skapa handverk úr fjölbreyttu efni úr náttúrunni.
Þetta sterka samband við náttúruna og sjálbærni í umgengni við hana, á ég sérstaklega afa mínum að þakka.
Ferðalagi til Íslands á ég það að þakka að ég bý núna með yndislegum manni, vinn sem leikskólakennari, listakona, gestgjafi og hef svo sannarlega fundið sjálfa mig.
Saman höfum við byggt nýja húsið okkar Þúfu – lagt rækt við öll smáatriði og að allt sé í samhljómi við umhverfi og náttúru.
Þúfa er gamalt orð og náttúrufyrirbæri, sem allir Íslendingar þekkja. Hugmyndin að nafninu kemur frá öllum mosaþembunum og þúfunum sem vaxa í hrauninu kringum húsið.
Húsið er í landi Voga og er hluti af jörð í eigu fjölskyldunnar. Jörðin nær frá Mývatni og langt inn á hálendið.
Við búum í miðju margra alda gamalla hraunbreiða og allt um kring er birki, mosi, fléttur, villtar jurtar, ber, sauðfé á beit og villt dýr. Með útsýni beint yfir vatnið og eyjanna á því, er húsið hluti af ómótstæðilegri náttúru við Mývatn. Einstakt hús með sál. Staður þar sem fólki líður vel og nýtur sín í samhljómi við náttúruna og fegurð hennar.