Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Þúfa

Þúfa

Undir sama þaki

Þúfa

Einstakt útsýni yfir Mývatn og  eyjarnar, sprengigíginn Hverfell, fjöll og eldsvæði allt um kring, aldagamlar hraunmyndir, ásamt jurta- og dýralífi, tryggja ógleymanlega dvöl og möguleika á  að aftengja sig og slaka á.  Þakgluggarnir á húsinu bjóða upp á sýn á landslagið og að njóta miðnætursólar, norðurljósa og stjörnuhimins.  Þúfa er heimili okkar, einstakt hús með sál.

Húsið er á tveim hæðum.  Við, gestgjafarnir, búum á jarðhæðinni og á efri hæð er gistirýmið. Tveir  aðskildir inngangar tryggja að bæði við og gestir erum útaf fyrir okkur. 
Dvöl fyrir allt að fjóra gesti,  sem vilja ró og slökun eftir að hafa upplifað einstaka náttúru og umhverfi.

Þúfa er austan við Mývatn í landi Voga, tvo km sunnan við þorpið í Reykjahlíð. Frá okkur er stutt á alla helstu staði í Mývatnssveit og nágrenni.

Svefnherbergi

  • tvö einsmannsrúm í hvoru herbergi
  • ferðarúm fyrir smábörn (ef óskað er)
  • rúmföt
  • herðatré
  • mykratjöld

Eldhús

  • einföld innrétting
  • spanhelluborð
  • ísskápur
  • örbylgjuofn
  • áhöld, pottar og borðbúnaður fyrir einfaldar máltíðir

Setustofa

  • sófi
  • bækur og lesefni
  • leikföng úr náttúrulegum efnum

Baðherbergi

  • sturta
  • salerni
  • hárþurrka
  • handklæði
  • sápa
  • handspritt
  • salernispappír

Svalir

Gestir okkar geta notið einstaks útsýnis af rúmgóðum suður svölum árið um kring.

Útsýnið nær yfir vatnið og eyjarnar, hraunið og fjöllin. Fuglum og kindum kann að bregða fyrir. Einnig er hægt að njóta norðurljósa, roðagyllts sólseturs og stjörnuskoðunar í friði og ró af svölunum.

Öryggisbúnaður

Annar útbúnaður og þjónusta

Vinsamlegast athugið

Gestir deila húsi með gestgjöfunum. Húsið er timburhús og því getur verið hljóðbært milli hæða.
Til að allir í húsinu geti haft það gott og rólegt, biðjum við um gagnkvæma tillitsemi og að virða hvíldar- og svefntíma. 
 
Að búa í sátt við náttúruna er okkar æðsta takmark. Í næsta nágrenni við húsið  er fuglalíf og  dýr t.d. kindur og hestar, sem ganga laus. Við biðjum gesti að ganga með virðingu um landið og allar lifandi verur, sem á vegi verða.
Á ferð ykkar um svæðið biðjum við um að þið haldið ykkur á merktum göngustígum og að flokka sorp og setja í viðeigandi ílát.

Drónar eru ekki leyfðir í landareign Voga.