Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.
Húsið, sem var áður heimili okkar, er gamalt og notalegt lítið timburhús með sál. Fjölskyldumyndir á veggjum, marrið í gólfinu, hlutir og munir frá fjölskyldunni og handverkið okkar, segja sögur úr fortíðinni. Þetta gefur húsinu sérstakan sjarma.
Látlaus og hrífandi gisting fyrir allt að fjóra gesti.
Húsið, sem var áður heimili okkar, er gamalt og notalegt lítið timburhús með sál. Fjölskyldumyndir á veggjum, marrið í gólfinu, hlutir og munir frá fjölskyldunni og handverkið okkar, segja sögur úr fortíðinni. Þetta gefur húsinu sérstakan sjarma.
Látlaus og hrífandi gisting fyrir allt að fjóra gesti.
Lítið gistihús efst í Reykjahlíðarþorpi í Mývatnssveit.
Að búa í sátt við náttúruna er okkar æðsta takmark. Við biðjum gesti að ganga með virðingu um landið og allar lifandi verur, sem á vegi verða.
Mikilvægt er að taka tillit til nágranna.
Á ferð ykkar um svæðið biðjum við um að þið haldið ykkur á merktum göngustígum og að flokka sorp og setja í viðeigandi ílát.
Drónar eru ekki leyfðir.